Snjóframleiðsla í boði Samherja hafin.

Í kvöld var snjókerfið sett í gang í fyrsta skiptið en síðustu vikur höfum við verið að bíða eftir aðstæðum sem loksins komu í kvöld. Í dag hefur verið töluverð snjókoma hér en eftir á að koma í ljós hvað það er mikið. Eins og áður hefur komið fram þá náðist samkomulag við 13 aðila sem kosta snjóframleiðslu í vetur. Samherji gengur lengst að þessu sinni og ætlar að framleiða þann snjó sem við þurfum til þess að komast á skíði og er það verkefni því hafið og verður framleiddur snjór í boði Samherja næstu sólarhringana þegar aðstæður eru til staðar. Þegar markmiðinu um opnun svæðisins í samstarfi við Samherja hefur verið náð ætla eftirtaldir aðilar og jafnvel fleiri að sjá skíðafélaginu fyrir þeim snjó sem þarf að framleiða alla skíðavertíðina. Fyrirtækin eru: KEA, Saga Capital, VIS, Norðurströnd á Dalvík, Höldur, Katla, Tréverk, Samkaup, Sparisjóður Svarfdæla, Samhentir umbúðalausnir, Ásprent og einn ónafngreindur aðili.