25.11.2007
Nú eru fínar aðstæður til snjóframleiðslu hér og hafa verið síðan veðrið gékk niður um miðjan dag í gær. Framleiðslan er í boði Samherja sem tryggir fyrsta skíðasnjóinn á skíðasvæðinu en síðan þegar því markmiði er náð taka KEA, Saga Capital, VIS, Norðurströnd á Dalvík, Höldur, Katla, Tréverk, Samkaup, Sparisjóður Svarfdæla, Samhentir umbúðalausnir, Ásprent og einn ónafngreindur aðili við og gera aðstæður enn betri, geri aðrir betur...
Það styttist verulega í opnun og verður sagt frá því hér á síðunni á allra næstu dögum.
Áður hefur komið fram að ákveðið hefur verið breyta rekstrartíma skíðasvæðisins á Dalvík. Í stað þess að leggja upp með rekstrartíma frá 1. janúar til 31. apríl þá verður rekstrartíminn frá 1. desember til 31. mars, eða fjórir mánuðir eins og tíðkast hefur. Svæðið verður því opnað næskomandi laugardag og stefnt er að því æfingar hefjist mánudaginn 3. desember samkvæmt æfingatöflu. Þetta fer að sjálfsögðu eftir því hvort aðstæður verða fyrir hendi. Fylgist því vel með á skidalvik.is.