Snjóframleiðsla í gangi

Nú er snjóframleiðsla á fullu á skíðasvæðinu og aðstæður batna með hverjum klukkutímanum. Þessa stundina eru -9 gráður og nánast logn og því mjög góðar aðstæður til framleiðslu. Það stefnir í að við getum opnað svæðið fyrir almenning nú í vikunni en það fer eftir veðurfari og hvort okkur tekst að framleiða snjó í það sem upp á vantar. Æfingar eru hafnar og á morgun er meiningin að þær verði samkvæmt æfingatöflu sem er komin á síðuna undir æfingar og mót, nánar hér á síðunni á morgun og í upplýsingasímanum 8781506 kl.12:00. það er Samherji sem styrkir snjóframleiðsluna á skíðasvæðinu þar til nægur snjór er komin til þess að opna.