22.11.2008
Nú er framleiddur snjór á skíðasvæðinu í boði eftirtaldra aðila: Samkaup, Tréverk, Saga Capital, Höldur, Norðurströnd, VIS, Katla, Ásprent og einn ónafngreindur aðili. Nú er stefnt að því að framleiða snjó þegar aðstæður eru fyrir hendi eða þar til að nægur snjór er komin í brekkurnar. Tekist hefur að útvega þann búnað sem þarf til að komast með snjóbyssu lengra upp í lyftubrekkuna í efri lyftunni. Framleiddur verður snjór í brekkuna um leið og neðra svæðið verður klárt. Með þessu náum við að framleiða snjó í æfinga og keppnisbrekkuna. Eins og oft áður var það góður styrktaraðili félagsins sem gerði þetta mögulegt.