Snjóframleiðsla í gangi í fjallinu

Fyrir rúmri viku hófst snjóframleiðsla á Skíðasvæðinu á Dalvík og var það í fyrsta skiptið á þessum vetri. Þá var framleiddur snór 4 sólarhringa og aftur var hafist handa við framleiðslu á snjó í gær. Það styttist því í að hægt verði að opna svæðið sem verður nær eingöngu á framleiddum snjó. Í vetur eins og síðustu ár höfum við fengið til liðs við okkur fjölmörg fyrirtæki sem styrkja snjóframleiðslu á skíðasvæðinu í vetur. Þau fyrirtæki sem þegar hafa ákveðið að styrkja verkefnið eru: Samherji, Slippurinn, Samhentir kassagerð, Fosshótel, Norfish, Samskip, Tréverk, KEA N4, Straumrás, Sportferðir, Katla Skíðafélag Dalvíkur þakkar þessum aðilum fyrir rausnarleg framlög.