17.12.2005
Klukkan 11 í morgun var snjókerfið ræst í fyrsta sinn og því stór stund hjá Skíðafélagi Dalvíkur sem hefur staðið að uppsetningu kerfisins og borið hitann og þungann að framkæmdinni. Þessi framkvæmd er sú lang stærðsta sem félagið hefur ráðist í og fjármagnað á eigin spýtum og að lang stærðstum hluta með styrkjum frá velunnurum félagsins en rúmar 20.000.000 króna hafa safnsat til verksins. Kostnaðaráætlun hjóðar upp á rúmar 24.000.000 króna. Þá hafa félagar í Skíðafélagi Dalvíkur unnið mörg hundruð tíma við verkið. Framkvæmdir hófust 4 september og var nánast lokið um miðjan nóvember en þá vantaði okkur byssurnar en afhending þeirra tafðist lítilega en þær komu til landsins fyrir rúmri viku. Síðustu daga hefur verið hér aðili frá Lenko sem heitir Elon Eriksson en hann hefur meðal annars verið að fara yfir tæknileg atriði og stilla tölvubúnaðinn. Í gær var þeirri vinnu lokið og hófst framleiðsla á snjó í morgun eins og áður sagði og verður henni haldið áfram allan sólarhringinn meðan aðstæður leyfa. Áætlað er að kerfið verði vaktað á nóttinni með sjálfboðavinnu.
Nýjar myndir eru á myndasíðunni.