Snjóframleiðslan gekk vonum framar.

Eins og áður hefur komið fram er snjóframleiðsla hafin á skíðasvæðinu á Dalvik. Það var um kl. 11:00 á föstudags morgun sem kerfið var sett í gang og prófað. Þar sem allur búnaðurinn virkaði eins best gat verið var framleiddur snjór við fínar aðstæður til kl. 17:00 á laugardag eða í 30 klst. Framleiðslan var ótrúlega mikil á þessum tíma og sannaði gildi kerfisins því okkur vantaði orðið snjó í barnabrekkuna og á svæðið í kringum neðri lyftuna. Nú bíðum við eftir næsta frosti þannig að við getum haldið áfram að framleiða snjó í brekkurnar. Á morgun setjum við hér á síðuna hvernig svæðið verður opið yfir hátíðirnar og fram að áramótum