Snjógirðingar settar upp og aðrar endurbættar.

Í haust ætlum við að endurbæta og byggja snjógirðingar á skíðasvæðinu. Það hefur gefist vel að reisa snjógirðingar í Böggvisstaðafjalli og ætlum við því að bæta við þær. Girðingarnar efst á svæðinu fóru illa í norðan roki í vetur og fuku að stórum hluta og þær þarf að endurbyggja. Síðan ætlum við að setja girðingu neðst á svæðinu norðan við neðri lyftuna til að fá snjó fyrr í lautina en þar hefur oft vantað snjó í upphafi vertíðar.