Snjókerfið.

Nú styttist í að jarðvegsframkæmdir vegna uppsetningar á snjókerfi fyrir skíðasvæðið á Dalvík hefjist. Síðustu vikur höfum við verið að undirbúa verkið eða öllu heldur að koma okkur af stað á nýjan leik en segja má að framkvæmdir við snjókerfið í fjallinu hafi hafist fyrir 10 árum þegar snjókerfi var í fyrsta skipti prófað á Íslandi. Í dag er kerfið sem kom þá til Dalvíkur í notkun á Hengilssvæðinu en á þeim tíma voru önnur verkefni sem höfðu forgang hjá Skíðafélagi Dalvíkur og því má segja að uppsetningu snjókerfisins hafi verið frestað þar til nú. Fyrst þegar kerfið var prófað hér á Dalvík var vatnið tekið úr Stórhólstjörninni og það mun einnig verða gert núna.Vatnsrennsli hefur verið tryggt í tjörnina þannig að vatnsframboð mun verða nægjanlegt til að þekja skíðabrekkurnar með tilbúnum snjó. Á myndasíðunni má sjá loftmynd af Stórhólstjörninni og nágrenni hennar. Á myndinni sést vel hvað er stutt í skíðasvæðið, Brekkusel neðst í vinstra horni. Þá eru einnig myndir á síðunni sem teknar voru í júlí þar sem verið er að kanna vatnsrennsli í tjörnina. Ef vel að gáð má sjá Þorsteinn Skaftason með skóflu í hönd, er hann kannski að taka fyrstu skóflustunguna af snjókerfinu? [link="http://www.skidalvik.is/myndasida.php?event_ID=39"]Loftmynd af Stórhólstjörn ásamt fleiri myndum[/link]