Snjókerfisvaktir í vetur.

Eins og áður sagði snjóframleiðsla hafin á skíðasvæðinu á Dalvík. Síðustu daga hafa staðið yfir breytingar á dælubúnaðinum en nú er allt komið á fullt. Ákveðið hefur verið að bjóða þeim sem vilja standa vaktir yfir snjókerfinu jafnvirði vetrarkorts fyrir börn. Vaktirnar eru að meðaltali 10 tímar frá 21:00-07:00 eða eftir samkomulagi. Þeir sem hafa áhuga á að standa vaktir eru beðnir að hafa samband við Einar í síma 8983347. Fyrstir koma fyrstir fá.