Snjókerfisvaktir í vetur.

Á næstu dögum hefst snjóframleiðsla á skíðasvæðinu á Dalvík. Ákveðið hefur verið að hafa sama fyrirkomulag og síðasta vetur og bjóða þeim sem vilja standa vaktir yfir snjókerfinu jafnvirði vetrarkorts fyrir börn. Vaktirnar eru að meðaltali 10 tímar frá 21:00-07:00 eða eftir samkomulagi. Þeir sem hafa áhuga á að standa vaktir eru beðnir að senda póst á www.skidalvik@skidalvik.is. Haft verður samband við þá sem gefa sig fram. Fyrstir koma fyrstir fá.