18.01.2015
Í dag sunnudag er Snjór um víða veröld sem er yfirskrift alþjóðlega snjódagsins sem Alþjóða skíðasambandið FIS stendur fyrir. Það þýðir að allir geta komið á skíði án þess að þurfa að greiða fyrir. Þá getur fólk fengið skíðabúnað í leigunni endurgjaldslaust.
Veðrið er frábært, -8°C og hægur vindur.
Markmið dagsins er að er að fá börn og fjölskyldur þeirra í fjallið, til þess að njóta og upplifa þess sem fjöllin hafa upp á að bjóða. Þetta er í fjórða sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur víðsvegar um heiminn, og jafnframt fjórða sinn sem að Ísland tekur þátt í viðburðinum.