Snjór um víða veröld á Skíðasvæðinu á Dalvík á sunnudaginn.

Skíðafélag Dalvíkur tekur þátt í verkefninu snjór um víða veröld. Alþjóða skíðasambandið FIS stendur fyrir sérstökum degi ,,World Snow Day" þar sem aðildarþjóðirnar eru hvattar til að brydda upp á nýjungum í því augnamiði hvetja börn til skíðaiðkunar. Dagurinn er hluti hvatningarátaks FIS ,,Bring children to the snow" sem staðið hefur frá árinu 2007. Tilgangurinn er að hvetja foreldra til að koma með börnin í fjöllin og njóta þar hollrar útivstar í hreinleika fjallanna. Í tilefni dagsins býður Skíðafélag Dalvíkur öllum frítt á skíði í Böggvisstaðarfjalli sunnudaginn 22. janúar 2012. Þeir sem á þurfa að halda fá frían búnað í skíðaleigunni þennan dag. Takið daginn frá og njótið þess að koma á skíði á okkar frábæra skíðasvæði. Meðal þess sem verður í boði. Skíðakennsla frá kl. 12-14. Heitt kakó í Brekkuseli frá kl.13:00. Lukkumiðahappdrætti Skíðasambandsins fyrir 12 ára og yngri. Þruatbrautir fyrir þá yngstu. Sjáumst á sunnudaginn. Skíðafélag Dalvíkur.