Snjórinn að koma í fjallið.

Síðustu daga hefur veðrið verið okkur hagstætt og töluvert að snjó er komið í Böggvisstaðafjall. Eins og staðan er núna er ekki langt í að hægt verði að opna svæðið. Á morgun verður snjókerfið sett í gang í fyrsta skipti á þessum vetri og verður framleiddur snjór á meðan aðstæður leyfa. Nánari upplýsingar verða settar inn á síðuna næstu daga.