19.11.2002
.........og farinn aftur og því ekki seinna vænna en að fara að undirbúa komandi skíðavertíð með smá sprelli.
Skíðafélag Dalvíkur blæs því í herlúðra og biður alla krakka í 3-7 bekk sem hafa hugsað sér að æfa skíði í vetur að mæta á planinu fyrir framan Víkurröst kl. 17:00 föstudaginn 22. október n.k. Krakkar mætið öll vel klædd og með góða skapið í farteskinu.
E.S: Foreldrar eru beðnir að sækja börn sín upp í Brekkusel kl. 20:00 sama dag, gefa sér tíma í einn kaffibolla og örstutt spjall um starf vetrarins.
Skíðafélag Dalvíkur