24.02.2008
Áður hefur komið fram að snjórinn á skíðasvæðinu er að stæðstum hluta framleiddur snjór sem eftirtalin fyrirtæki hafa séð okkur fyrir, Samherji sem gekk lengst og sá til þess að svæðið opnaði 1. des, KEA, Saga Capital, VIS, Norðurströnd á Dalvík, Höldur, Katla, Tréverk, Samkaup, Sparisjóður Svarfdæla, Samhentir umbúðalausnir, Ásprent. Þessir aðilar eiga sérstakar þakkir skyldar frá skíðahreyfingunni fyrir rausnarskapinn. Áætlað hafa verið framleiddir um 40-50.000 rúmmetrar af snjó hér síðn í nóvember.