25.01.2003
Nú eru Snorri Páll Guðjörnsson og Kári Brynjólfsson úr Skíðafélagi Dalvíkur komnir til Bled í Sloveníu til að taka þátt í Ólympíudögum Æskunnar.
Leikarnir hefjast á morgun sunnudag og líkur fimmtudaginn 30. janúar. Það eru 12. keppendur sem taka þátt í mótinu þar af 8 sem taka þátt í alpagreinum eins og Snorri og Kári.
Kostnaður er töluverður fyrir keppendurna en á dögunum fengu þeir félagar styrk frá Íþrótta og Menningarráði Dalvíkurbyggðar upp á 50.000 kr. hvor og færum við ráðinu kærar þakkir fyrir það. Þá styrkir Skíðafélag Dalvíkur þá um 20.000 hvorn til ferðarinnar.
Heimasíða mótsins er www.eyof2003.org og hægt verður að fylgjast með gangi mála þar