05.10.2005
Snorri Páll Guðbjörnsson Skíðafélagi Dalvíkur fer til Austurríkis á laugardaginn til móts við æfingalið FIS. Snorri mun ásamt FIS liðinu æfa og keppa fram að jólum en eftir jól fer hann aftur út og verður út janúar mánuð. FIS liðið verður við æfingar þar sem aðstæður eru bestar hverju sinni og því viðbúið að nokkuð verði um ferðalög milli landa.
Í FIS liðinu eru einnig Salome Tómasdóttir (ættuð frá Dalvík:))og Þorsteinn Ingason, þau eru í Skíðafélagi Akureyrar.
Það er nokkuð ljóst að Eyfiskir síðamenn og konur eru í nokkrum sérflokki þegar að liðum á vegum SKI kemur en fyrir eigum við Björgvin, Kristinn Inga, Kristján Una og Dagnýju Lindu í landsliðum.