Snorri Páll bætir sig verulega í báðum greinum.

Snorri Páll Guðbjörnsson hefur verið við æfingar og keppni með FIS liðinu viðsvegar um evrópu síðustu vikur. Hann hefur verið að standa sig mjög vel og bætt sig verulega í báðum greinum. Hann keppti í svigi í Elbigenalp í Austurríki í dag og í gær og lenti í 30. og 33. sæti, en fyrir það fékk hann 75.83 og 77.05 FIS punkta sem er mikil bæting hjá honum því fyrir var hann með 85.83 punkta. Í síðustu viku keppti Snorri á þremur mótum í Plan de Corones á Ítalíu. Sunnudaginn 4 desember keppti hann í stórsvigi og lenti í 48. sæti og náði 94.87 FIS stigum. Nokkrum dögum áður tók hann þátt í tveimur svigmótum þar sem hann endaði í 29. og 26. sæti. Fyrir þau mót fékk hann 82.93 og 82.94 FIS stig. Það er ljóst að Snorri er á mikilli siglingu þessa dagana og verður spennandi að fylgjast með honum í brekkunum í vetur.