11.12.2005
Snorri Páll Guðbjörnsson hefur verið við æfingar og keppni með FIS liðinu viðsvegar um evrópu síðustu vikur. Hann hefur verið að standa sig mjög vel og bætt sig verulega í báðum greinum. Hann keppti í svigi í Elbigenalp í Austurríki í dag og í gær og lenti í 30. og 33. sæti, en fyrir það fékk hann 75.83 og 77.05 FIS punkta sem er mikil bæting hjá honum því fyrir var hann með 85.83 punkta.
Í síðustu viku keppti Snorri á þremur mótum í Plan de Corones á Ítalíu. Sunnudaginn 4 desember keppti hann í stórsvigi og lenti í 48. sæti og náði 94.87 FIS stigum. Nokkrum dögum áður tók hann þátt í tveimur svigmótum þar sem hann endaði í 29. og 26. sæti. Fyrir þau mót fékk hann 82.93 og 82.94 FIS stig.
Það er ljóst að Snorri er á mikilli siglingu þessa dagana og verður spennandi að fylgjast með honum í brekkunum í vetur.