Sölu- og skiptimarkaður á skíðabúnaði í Brekkuseli

Þriðjudaginn 4.desember verður opið í Brekkuseli fyrir sölu-og skiptimarkað á skíðabúnaði frá kl. 16:00 - 19:00. Þar gefst fólki kostur á að koma með skíðabúnað og félagsgalla og selja á sanngjörnu verði eða hafa hagstæð skipti. Því er upplagt að kíkja í geymsluna og gera klárt fyrir komandi vertíð. Athugið að þeir sem ætla að selja þurfa sjálfir að vera á staðnum eða sjá um sína sölu. Láttu sjá þig Skíðafélags Dalvíkur