04.04.2002
Eðlilega horfa skipuleggjendur Skíðamóts Íslands mjög til veðurguðanna, því vissulega er lykilatriði að veðrið sé gott á svo viðamiklu móti sem Skíðamót Íslands er. Hins vegar eru hlýindi ekki efst á óskalistanum hjá mótshöldurum þessa dagana, en ekki verður víst á allt kosið! Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands í kvöld er gert ráð fyrir björtu og hlýu veðri á morgun. Þannig hljóðar spá Veðurstofunnar:
"Suðvestan 5-13 m/s í kvöld. Smáskúrir eða él sunnan- og vestantil, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Fremur hæg breytileg átt á morgun. Smáskúrir eða súld á Suður- og Vesturlandi, en þykknar upp síðdegis norðaustantil. Hiti 0 til 10 stig.
Veðurhorfur næstu daga:
Frá laugardegi til mánudags verða suðlægar áttir með vætu, einkum sunnan- og vestantil og milt veður. Á þriðjudag og miðvikudag má búast við norðlægri- eða breytilegri átt með éljum eða snjókomu og kólnandi veðri.