03.01.2002
Sparisjóður Svarfdæla hefur í gegnum árin styrkt skíðafólk úr Dalvíkurbyggð sem hefur stundað æfingar og keppni erlendis en skíðaíþróttin er mjög dýr eins og allir vita.
Nú um nýliðin áramót styrkti Sparisjóðurinn Björgvin Björgvinsson og Hörpu Rut Heimisdóttir en bæði hafa þau verið erlendis í nokkur ár við æfingar og keppni. Björgvin æfir með Norska e-cup liðinu en Harpa er á síðasta ári í skíðamenntaskólanum í Oppdal í Noregi.
Skíðafélag Dalvíkur vill þakka Sparisjóði Svarfdæla fyrir stuðningin við félagið og skíðafólks þess undanfarin ár.