05.03.2002
Um síðustu helgi afhenti Friðrik Friðriksson Sparisjóðsstjóri á Dalvík Skíðafélagi Dalvíkur tíu brettahjálma að gjöf.
Með þessari gjöf vill Sparisjóðurinn hvetja til hjálmanotkunar á skíðasvæðinu en öllum sem eru 12 ára og yngri er skylt að nota hjálma í Böggvisstaðafjalli. Hjálmarnir verða til láns í Brekkuseli og þar geta þeir sem hafa ekki eignast slíkan hjálm eða gleymt honum heima fengið hjálm lánaðan.
Athygli skal vakin á því að ekki er ætlast til að hjálmarnur séu fengnir lánaðir að staðaldri. Skíðafélag Dalvíkur vill beina því til foreldra að sjá til þess að börn þeirra noti hjálma og með því auðvelda starfsmönnum svæðisins að framfylgja reglum. Ekki eru mörg ár frá því að mjög alvarlegt slys varð í Böggvisstaðafjalli og því engin furða þó svo að allir séu hvattir til að nota hjálma þó svo að reglur segi að 12 ára og yngri sé skylt að nota þá.