01.04.2002
Keppni á Skíðamóti Íslands hefst nk. fimmtudag kl. 17 með keppni í sprettgöngu, en þetta er í fyrsta skipti sem sprettganga er fullgild keppnisgrein á skíðalandsmóti.
Í vetur hefur verið keppt í sprettgöngu á tveimur bikarmótum Skíðasambandsins og hafa þessi mót tekist vel og verið skemmtileg nýjung í flóru göngugreina. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða stuttar og snarpar göngur og er keppt með útsláttarfyrirkomulagi. Fyrir vikið er atburðarásin hröð og keppnin bráðskemmtileg fyrir áhorfendur.
Keppt er í sprettgöngu í heimsbikarnum og hefur hún notið ört vaxandi vinsælda.