Staðan á skíðasvæðinu.

Eins og fram kom í pistli á miðlum félagsins um miðjan nóvember þá er mikið um að vera á
skíðasvæðinu og verður áfram á meðan bygging aðstöðuhússins stendur yfir. Eins og flestir
gera sér líklega grein fyrir þá er þetta stór framkvæmd og mjög margt sem er krefjandi fyrir
starfsmenn og stjórn félagsins. Það er mikil áskorun að fara í jafn stóra og kostnaðarsama
framkvæmd og þessa á þessum árstíma en þetta er að ganga upp sem er auðvitað frábært,
þökk sé öflugum verktökum. Við vissum að framkvæmdin gæti skarast á við undirbúning á
opnun á svæðinu en það kemur ekki til með að hafa mikil áhrif en einhver þó. Staðan á
framkvæmdinni í dag er þannig að búið er að loka húsinu. Þakplötur voru settar á húsið í
síðustu viku og huðargötum lokað til bráðabirgða. Unnið er að því þessa dagana að undirbúa
þakið fyrir steypu og ganga frá þakinu sem verður í þessari viku. Í framhaldi af því verður fyllt
að húsnu í sömu hæð og landið í kringum það er. Vonir standa til að það geti orðið í vikunni
fyri jól. Þangað til verða aðstæður við Brekkusel frekar erfiðar en eina leiðin til að koma
fylliefni vestur fyrir nýbygginguna er vestan við Brekkusel fram hjá miðasölunni. Varðandi
snjóalög þá hefur nokkuð komið að náttúrulegum snjó síðustu vikur. Í hlákunni síðustu daga
hefur tekið töluvert upp og er svæðið ekki lengur nothæft. Fram að hlákunni var Ingubakki
notaður til æfinga hjá elsta hópnum okkar fram að Noregsferð. Eftir það kom Skíðafélag
Akureyrar með sinn elsta hóp og æfði meðan aðstæður voru til staðar. Verið var að undirbúa
og safna snjó á svæðið við neðri lyftuna þegar hlánaði en þar var mjög lítill snjór og ekki
hægt að setja upp nein net sem eru nauðsynleg til varna við lyftuendann og við
nýbygginguna. Þá var lítill snjór undir lyftunni og aðstæður ekki taldar nógu öruggar til að
leyfa yngri börnum að nýta þessa örfáu snjódaga sem gáfust. Við biðjum því fólk að taka
tillit til þessara aðstæðna og hika ekki við að hafa samband við stjórn félagsins ef einhverjar
athugasemdir eru við ofangreint. Snjóframleiðsla hefst á svæðinu um leið og aðstæður verða
til staðar og stefnt að opnun eins fjótt og hægt er.
Stjórnin