12.11.2003
Nú er svo komið að við getum ekkert aðhafst á skíðasvæðinu fyrr en troðarinn kemst í lag. Þó svo að nú hafi tekið mikið upp þá eru aðstæður á svæðinu enn ekki verri en það að við teljum vel hægt að færa til snjó og hafa opið en þá má heldur ekki taka mikið meira upp.
Það hefur dregist á langinn að finna út hvar bilunin er en nú er hún fundin og var það mótor í vinstra belti sem var brotin og er verið er að vinna að viðgerð.
Það er ljóst að það tekur einhvern tíma og verður staðan á snjóalögum tekin þegar troðarinn kemst í lag.