Starfmönnum fækkað.

Það hefur ekki farið fram hjá neimum að skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli er snjólaust. Þetta hefur gert okkur mjög erfitt fyrir svo ekki sé meira sagt og höfum við neyðst til að fækka mannskap á svæðinu. Það er ljóst að ef ekki úr rætist verður tapið af rekstrinum hátt í tvær milljónir í vetur sem er mikið áfall fyrir okkur því undan farin ár höfum við lagt mikið á okkur til að reka svæðið hallalaust og hefur það tekist með mikilli sjálfboðavinnu félaga.