Stefnir í gott Jónsmót

Hátt í 200 krakkar eru skráðir til leiks á Jónsmótið sem fram fer í Böggvistaðarfjalli um helgina og er það metþáttaka. Flest ef ekki öll skíðafélög landsins senda keppendur á mótið og gera má ráð fyrir fjölmenni í brekkunum um helgina. Undirbúningur gengur vel, búið að manna flestar stöður og leggja inn beiðni um gott veður. Ekki er er ólíklegt að það verði hátt í 500 gestir í bænum okkar um helgina og mikilvægt að allir sameinist um að gera upplifun þeirra sem allra besta. Hvetjum einnig bæjarbúa til að kíkja uppeftir og fylgjast með skíðafólki framtíðarinnar spreyta sig, ekki er ólíklegt að ólympíufarar framtíðarinnar leynist á meðal keppenda. Nefndin