Stjörnuhópur í vetur.

Skráning í stjörnuhópinn stendur yfir þessa og næstu viku . Æfingar stjörnuhópsins eru hafnar samkvæmt stundartöflu sem má finna undir æfingar og mót. Stjörnuhópurinn er fyrir 4, 5, 6 og 7 bekk og er fyrir þá sem vilja fara hægar yfir og eru ekki endilega að æfa sig fyrir keppni. Þessar æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 14:30 til 15:30. Leiðbeinandi er Harpa Rut Heimisdóttir og gefur hún upplýsingar á skíðasvæðinu á daginn í síma 8663464.