Stórsvigið að hejast á Dalvík

Núna klukkan 9.15 mun keppni í stórsvigi karla hefjast í Böggvisstaðafjalli. Keppni átti að hefjast kl. 9, en fimmtán mínútna seinkun er á keppninni. Aðstæður hér í Böggvisstaðafjalli eru mjög góðar, hægur sunnan andvari og hálfskýjað. Við bendum fólki á að við munum setja tíma keppenda jafnóðum inn á netið og þeir fara niður brautina.