19.03.2007
Foreldrafélag Skíðafélags Dalvíkur ákvað í byrjun febrúar að kanna áhuga foreldra á að panta stórsvigsgalla á æfingakrakka félagsins. Áhuginn var mikill og pantaðir voru 65 gallar sem nú eru komnir í hús og er skemmst frá því að segja að gallarnir eru mjög flottir, þeir eru frá BEYOND-X.
Gummívinnslan á Akureyri styrkti gallakaupin myndarlega sem gerir verðið mjög viðráðanlegt og þökkum við kærlega fyrir þann stuðning.
Á morgun þriðjudag verða gallarnir afhentir í Brekkuseli milli kl. 14 og 16.
Tekið skal fram að þeir verða ekki afhentir nema gegn staðgreiðslu þar sem greiða verður til framleiðandans á allra næstu dögum. Næsti afhendingadagur verður síðar í vikunni og verður það auglýst síðar.