Strákarnir komnir á stað eftir jólafrí

Þá er allt komið á fullt hjá skíðafólkinu okkar eftir jólafríið. Björgvin og Kristinn Ingi eru komnir til Noregs þar sem þeir eru að keppa nú um helgina. Föstudaginn 9. gekk ekki sem skildi hjá Björgvin en hann skilaði sér ekki niður seinni ferðina. Kristinn lenti hins vegar í 12. sæti og uppskar fyrir það 48.15 punkta. Fleiri mót eru á döfinni hjá þeim félögum um helgina og verða fréttir af þeim um leið og úrslit liggja fyrir. BJV