Styrkir til snjóframleiðslunnar.

Nú hafa Saga Capital, Höldur og Norðurströnd bæst í hóp þeirra aðila sem ætla að styrkja snjóframleiðsluna á skíðasvæðinu á Dalvík í vetur. Áður hafa VIS, Katla, Tréverk, Samkaup, Ásprent og einn ónafngreindur aðili ákveðið að styrkja framleiðsluna.