04.12.2009
Skíðafélag Dalvíkur hefur náð samkomulagi við 19 aðila sem styrkja snjóframleiðsluna á skíðasvæðinu í vetur. Eins og undanfarin ár hafa viðbrögð verið frábær en hingað til hafa ekki verið fleiri aðilar að taka þátt í þessu verkefni. Þeir sem styrkja okkur í vetur eru: Norðurströnd, Samherji, KEA, Samkaup, Samhentir umbúðalausnir, Tréverk, Höldur, Icelandair, Fiskverkun Dagmanns, Saga Capital, Salka Fiskmiðlun, Fosshótel, Veisluþjónustan Dalvík, Katla, VIS, Ásprent, Promens, Húsasmiðjan og einn ónafngreindur aðili. Þessir aðilar sýna okkur hér í Dalvíkurbyggð ótrúlegan skilning með þessum frábæru framlögum, og viljum við færa þeim okkar bestu þakkir fyrir. Það er okkur mjög mikilvægt að tryggja snjó á skíðasvæðinu á Dalvík til þess að félagið geti haldið áfram með öflugt barna og unglingastarf. Þá er ekki síður mikilvægt fyrir okkur hér í Dalvíkurbyggð að geta tekið á móti þeim sem vilja koma til okkar á skíði því margir njóta góðs að þeirri traffík.