Styrkur frá Samherja.

Í hádeginu í dag afhenti Samherji Skíðafélasgi Dalvíkur styrk upp á 1.000.000 króna og er styrknum ætlað að lækka kostnað við íþróttaiðkun barna og unglinga með lækkun æfingagjalda. Framlag Samherja í þágu íþrótta barna og unglinga í bænum er hreint ótrúlegt og á eflaust eftir að skipta sköpum varðandi þátttöku í barna og unglinga í skíðaíþróttinni á Dalvík. Samherji hefur í mörg ár styrkt Skíðafélag Dalvíkur og færum við þeim bestu þakkir fyrir þetta ótrúlega framleg sem sýnir vel hug þeirra í þágu íþrótta. Tilefni styrkveitinga Samerjamanna til íþróttafélaga á Eyjafjarðarsvæðinu er 25 ára afmæli Samheja og þess minnst að 80 ár eru frá fæðingu tvíburabræðranna Baldvins og Vilhelms Þorsteinssona.