Styrkur frá Samherja.

Samherji afhenti Skíðafélagi Dalvíkur styrk í athöfn sem fram fór í Flugsafni Íslands á Akureyri í gærkveldi. Styrkurinn er ætlaður til ýmissa verkefna tengdu barna og unglingastarfi. Þá fékk Björgvin Björgvinsson einnig styrk frá Samherja . Skíðafélag Dalvíkur þakkar Samherja fyrir stuðninginn sem kemur sér afar vel fyrir barna og unglingastarf félagsins. Á næstu dögum mun stjórn Skíðafélags Dalvíkur ákveða hvernig styrknum verður varið. Nánar um það hér á síðunni eftir áramót.