Styrkur til Skíðafélagsins.

Dagbjartur Halldórsson hefur ákveðið að syrkja Skíðafélag Dalvíkur í vetur með því að gefa félaginu eldhúsrúllur og wc pappir að andvirði allt að 750.000 krónur. Ákveðið hefur verið að nota styrkinn í búnaðarkaup fyrir börn og unglinga. Pappírinn verður boðin til kaups á næstu dögum en þeir sem hafa áhuga á að kaupa pappir geta sett sig í samband við Óskar í síma 8983589 eftir kl. 17:00 á daginn. Skíðafélag Dalvíkur þakkar Dagbjarti fyrir þennan rausnarlega styrk.