Styrkurinn frá Samherja.

Á stjórnarfundi í gær fjallaði stjórn Skíðafélags Dalvíkur um styrk félagsins frá Samherja. Mikil ánægja er með þetta frábæra framlag og mun stjórn Skíðafélagsins taka ákvörðun um úthlutun styrksins á næstunni. Ljóst er að hluti af æfingagjaldum verður greiddur niður og verður það í formi endurgreiðslu þar sem flestir hafa gengið frá greiðslu gjaldanna. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum þá sendið póst á skario@simnet.is