- skíðasvæði Dalvíkur
- Félagið
- Iðkendur
- English
- Jónsmót
Síðastliðna daga hefur heldur betur bætt í snjóinn. Þó svo að við hefðum viljað fá allt magnið sem setti í byggð, þá lofar þetta góðu fyrir okkur. Snjógirðingar hafa tekið við miklu, og stutt í að neðri brekkan verði orðin vel fær. Næstu dagar munu verða nýttir að fullu til að koma snjókerfinu í gang og keyra það meðan aðstæður leyfa. Stefnt er að því að opna barnabrekkuna (þ.e frá 3 mastri og niður) um miðja viku.
Í dag mættu nokkrir velunnarar ásamt starfsmönnum og hengdu á neðri lyftuna. Að því loknu fengu nokkrir krakkar að rennas sér meðan lyftan var keyrð til. Auglýst verður þegar við trekkjum í gang, en óhætt er að fara að finna fram skíða dótið því þetta er allveg að bresta á.....
Brekkusel | 620 Dalvik Kt: 4903810319 |
Hægt er að hafa samband við svæðisstjóra
|
Skíðasvæði Dalvíkur s: 466-1010 email: skidalvik@skidalvik.is tv