Styttist í opnun Skíðasvæðisins

Allt stefnir í að skíðasvæðið hér á Dalvík verði klárt til þess að opna á næstu dögum. Töluverðan snjó setti í fjallið í vikunni og nú er snjóframleiðsla í gangi og allt útlit fyrir að aðstæður til þess að framleiða snjó verði hér næstu daga. Þessa stundina er hér 11 stiga frost og kjöraðstæður til snjóframleiðslu. Nánari upplýsingar um opnun verða hér á síðunni á morgun eða föstudag.