Sumaræfingar 2009

Ef næg þátttaka færst hefur Skíðafélag Dalvíkur ákveðið að vera með sumaræfingar fyrir krakka sem eru fædd 1996, 1997 og 1998, einnig fyrir þá sem eru fæddir 1995 og fyrr þar sem áhersla verður lögð á allsherjar hreyfingu. Harpa Rut Heimisdóttir og Björgvin Björgvinsson sjá um æfingarnar og hafa þau kynnt hugmyndir sínar fyrir stjórn félagsins og eru þær eftirfarandi: Börn og unglingar á þessu aldursskeiði eru yfirleitt á þönum allan daginn og örva þannig líkamsstarfsemina en þrátt fyrir það viljum við meina að sumaræfingar þurfi til til að viðhalda því þoli sem er til staðar hjá þeim eftir langt skíðatímabil og bæti það sem upp á vantar. Áhersla verður lögð á að auka úthald og styrk barnanna og mataræði, einnig að kynna þeim fyrir fjölbreytileika þjálfunar í gengum allskyns leiki, fjallgöngur, línuskauta, sund, hjól, hlaup, jafnvægi og samhæfingu, ratleiki, snerpu svo eitthvað sé nefnt. Munum nýta þá náttúrudýrð sem við höfum aðgang að hér heima til hins ýtrasta. Æfingartími yrði eftirfarandi: 10-12 ára æfa frá kl 11:00 -12:30. 13 ára og eldri frá 17:00-18:30. Skipulagðar æfingar myndu vera 3 sinnum í viku, þ.e.a.s mánud, þriðjud og fimmtud, og hver æfing myndi standa yfir í 90 mínútur. Harpa myndi hafa meiri yfirumsjón með 10-12 ára og Björgvin með 13 ára og eldri, en við myndum samt sem áður bæði koma að þjálfun beggja hópanna. 13 ára og eldri myndu hinsvegar fá 6 daga prógram þar sem inni í væri 3 skipulagðar æfingar, en hinar 3 myndu þau framkvæma sjálf. Að sjálfsöðu munum við sjálf vera virk á æfingunum. Eins og fram hefur komið eru æfingarnar hugsaðar frá 1. júní til 1. sept og vorum við að spá samhliða þessu að setja á eina sameiginlega fjölskyldu útilegu hér í grendinni til að hrista liðið saman og hafa gaman. Útilegan yrði seinnipartinn í júlí en eftir það fengju krakkarnir 2 vikna sumarfrí eða í viku 31 og 32 og æfingar hæfust á ný eftir fiskidag. Foreldrar geta þá skipulagt sig útfrá því fyrir þá sem það vilja. Við erum bæði mjög áhugasöm og eru til í að leggja það sem til þarf til að krakkarnir nái þeim árangri sem þau ætla sér sem skíðamenn, einnig viljum við höfða til þess hóps sem æfir af ánægju þar sem okkur finnst mikilvægt að börnin upplifi íþróttaiðkunina skemmtilega og að þeim líði vel. Í dag er mun erfiðara að æfa íþróttir árstímabundið eins og var og því væri þetta bæði forvörn og mikil upplifting fyrir þau börn sem einungis æfa skíði og eiga ekki heima innan annarra íþróttagreina á sumartíma til að stunda slíkar sumaræfingar. Þeir sem hafa áhuga á að vera með eru vinsamlegast beðnir að skrá sig hjá Hörpu með því að senda póst á hrh28@hi.is fyrir 6. Maí. Einnig er hægt að fá upplýsingar hjá Hörpu í síma 8663464 og Björgvini í síma 8461674. Kveðja. Harpa Rut og Björgvin Björgvins Skíðafélag Dalvíkur