03.05.2010
Við Harpa Rut og Björgvin Björgvins höfum hug á því að bjóða upp á sumarþrekæfingar líkt og í fyrrasumar frá 1. júní til 1. september fyrir 11 ára og eldri (börn fædd 1999 og fyrr)ef áhugi er fyrir hendi og næg þátttaka fæst.
Áhugi okkar vaknaði á þessu þar sem við vitum að þegar að þessu tímabili kemur er ekkert sem tekur við hjá sumum krökkunum sem stunda engar sumar íþróttir. Höfum við hugsað þetta sem einskonar sumaræfingar þar sem áhersla verður lögð á allsherjar hreyfingu. Börn á þessu aldursskeiði eru yfirleitt á þönum allan daginn og örva þannig líkamsstarfsemina en þrátt fyrir það viljum við meina að sumaræfingar þurfi til til að viðhalda því þoli sem er til staðar hjá þeim eftir langt skíðatímabil og bæta það sem upp á vantar.
Áhersla verður lögð á að auka úthald og styrk barnanna, einnig að kynna þeim fyrir fjölbreytileika þjálfunar í gengum, allskyns leiki, fjallgöngur, línuskauta, sund, hjól, hlaup, jafnvægi og samhæfingu, ratleiki, snerpu svo eitthvað sé nefnt.
Munum við nýta þá náttúrudýrð sem við höfum aðgang að hér heima til hins ýtrasta.
Æfingartími yrði eftirfarandi:
11-13 ára æfa frá kl 14:30 -16:00
14 ára og eldri frá 17:00-18:30
Skipulagðar æfingar myndu vera 3 sinnum í viku, þ.e.a.s mánud, miðvikud og fimmtud, og hver æfing myndi standa yfir í 60-90 mínútur sem stjórnaðist af æfingarálagi.
Harpa myndi hafa meiri yfirumsjón með 11-13 ára og Björgvin með 14 ára og eldri, en við myndum samt sem áður bæði koma að þjálfun beggja hópanna. 14 ára og eldri myndu hinsvegar fá 6 daga prógram þar sem inní væri 3 skipulagðar æfingar, en hinar 3 myndu þau framkvæma sjálf. Að sjálfsöðu munum við sjálf vera virk á æfingunum.
Æfingagjald verður 15.000 krónur fyrir sumarið.
Við erum bæði mjög áhugasöm og eru til í að leggja það sem til þarf til að krakkarnir nái þeim árangri sem þau ætlast sem skíðamenn, einnig viljum við höfða til þess hóps sem æfir af ánægju þar sem okkur finnst mikilvægt að börnin upplifi íþróttaiðkunina skemmtilega og að þeim líði vel.
Nú í dag er mun erfiðara að æfa íþróttir árstímabundið eins og var og því væri þetta bæði forvörn og mikil upplifting fyrir þau börn sem einungis æfa skíði og eiga ekki heima innan annarra íþróttagreina á sumartíma að stunda slíkar sumaræfingar.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á hrh28@hi.is fyrir 15 maí 2010
Kveðja
Harpa Rut íþróttafræðingur, M.S í íþrótta- og heilsufræðum
Björgvin Björgvinsson skíðamaður