Sunnudagur-Dalvíkurmót

Vegna aðstæðna þá hefur verið ákveðið að fresta keppni fyrir 13 ára og eldri í dag. Mótið verður keyrt um leið og aðstæður leyfa. Við ætlum að keyra 12 ára og yngri og halda okkur við þá dagskrá sem búið var að gefa út, sem er hægt að finna í fréttinni hér á undan. Við biðjum starfsmenn um að mæta 10.30. Mótanefnd og þjálfarar