05.02.2005
Sveinn Brynjólfsson þjálfari hjá Skíðafélagi Dalvíkur fer sem fararstjóri á heimsmeistaramót unglinga sem haldið er dagana 23.-27. febr. nk. í Bardonecchia á Ítalíu.
Sjö keppendur frá Íslandi á aldrinum 16-19 ára taka þátt í mótinu fyrir Íslands hönd. Frá Skíðafélagi Dalvíkur fara tveir keppendur, það eru þeir Snorri Páll Guðbjörnsson og Kristinn Ingi Valsson. Nágrannar okkar í Skíðafélagi Akureyrar eiga þrjá keppendur en það eru þau Óðinn Guðmundsson, Salome Tómasdóttir og Þorsteinn Ingason.
Frá Ármanni fer Agla Gauja Björnsdóttir og Guðrún Jóna Arinbjarnardóttir úr Víkingi.
Sveinn fer líklega utan þann 20 jan og verður Guðrúnu Jónu til aðstoðar á æfingum með Norðmönnum í hraðagreinum.