08.09.2004
Sveinn Brynjólfsson hefur verið ráðinn þjálfari næsta vetur hjá Skíðafélagi Dalvíkur. Fyrir er Guðný Hansen sem þjálfað hefur hjá félaginu í þrjú farsæl ár. Þar er okkur mikið ánægjuefni að Sveinn skuli ætla að þjálfa hjá okkur því hann er reynslumikill skíðamaður og hefur æft skíði frá unga aldri og þar til fyrir þremur árum að hann hætti að æfa skíðin sem keppnisíþrótt. Sveinn hefur ekki áður þjálfað en hann á eftir að reynast okkur góður liðsauki í þjálfuninni og á eflaust eftir að kynnast nýrri hlið á skíðaíþróttinni og læra góða hluti af samstarfskonu sinni henni Guðnýju.
Þá hefur Sveinn Torfason tekið að sér haustæfingar hjá eldra liðinu okkar eins og áður hefur komið fram.