30.01.2003
Keppni í svigi er nú lokið á síðasta degi Vetrarleikum Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar.
Alls tóku 95 drengir þátt og náði Snorri Páll Guðbjörnsson bestum árangri íslensku keppendanna, hafnaði í 30. sæti á samanlögðum tíma 1:55:45 mín. Fór hann fyrri ferðina á 1:01:54 mín. og þá seinni á 53:91 sek.
Kári Brynjólfsson varð í 35. sæti á samanlögðum tíma 2:02:23 min. Fyrri ferðina fór hann á 1:04:53 mín. og þá seinni á 57:70 sek.
Guðjón Ólafur og Karl Friðrik féllu báðir úr leik, Guðjon í fyrri ferð og Karl í þeirri seinni.