05.04.2002
Svigkeppnin á morgun færist aftur um tvær klukkustundir frá því sem dagskrá hafði gert ráð fyrir. Þetta kom fram á fararstjórafundi sem var að ljúka. Þetta þýðir að brautarskoðun í fyrri ferð í svigi karla verður frá kl. 10 til 10.30 og áætlað er að sjálf keppnin hefjist kl. 11.
Skoðun brautar í fyrri ferð hjá konum verður kl. 11.30 til 12 og áætlað er að keppni hefjist kl. 12.30.
Standist þessar tímaáætlanir má skjóta á að skoðun í seinni ferð í svigi karla verði kl. 13-13.30 og seinni ferðin hefjist kl. 14. Að sama skapi verði þá skoðun brautar fyrir seinni ferð í svigi kvenna kl. 14.30-15 og keppni myndi þá hefjast kl. 15.30.
Karl Haraldur Gunnlaugsson, leikstjóri í alpagreinum, segir að veðurspáin sé þess eðlis að ekki þurfi að búast við að frysti í nótt. Að sama skapi megi ætla að hlýni þegar líði á morguninn og eftir því sem snjórinn verði blautari, því betur taki hann við frystingu. Karl Haraldur segir mikilvægt að unnt verði að frysta svigbrautirnar vel, enda sé skurðurinn í sviginu meiri en í stórsviginu og álagið á brautina því meira.