01.04.2002
Á fundi mótsstjórnar Skíðamóts Íslands nú síðdegis var samþykkt að svigkeppni skíðalandsmótsins fari fram á Dalvík nk. laugardag, en ekki í Ólafsfirði eins og gert hafði verið ráð fyrir.
Hins vegar gera mótshaldarar ráð fyrir að svigbakkinn í Ólafsfirði verði keppendum á landsmótinu til reiðu til æfinga fyrir mótið.
Við það er miðað að fyrri umferð í svigi karla hefjist í Böggvisstaðafjalli kl. 9 en fyrri ferð í svigi kvenna kl. 10.15. Seinni umferð í svigi karla hefjist kl. 12 og síðari umferð hjá konunum kl. 13.15.