06.04.2002
Í gær var ætlun okkar sem flytjum ykkur fréttir af Skíðamóti Íslands að gefa tíma keppenda beint inn á netið. Tæknilegir örðugleikar komu í veg fyrir að þetta væri unnt fyrr en í seinni ferð stórsvigs kvenna í gær. Nú á tæknin hins vegar ekki að koma í veg fyrir að við getum uppfært tíma keppenda í sviginu beint inn á vefsíðuna. Smellið á hnappinn "Alpagreinar" og síðan á svig karla - fyrri ferð og þannig koll af kolli. Við stefnum að því að tímarnir streymi inn jafnóðum og keppendur fara niður brekkuna.