14.04.2008
Hópurinn sem verið hefur við æfingar og keppni í Tärnaby í Svíþjóð er nú á leið heim, að Þeim Bjarna Th og Jakobi undanskildum en þeir fara til keppni í Selen um næstu helgi.
Það hefur verið frábært að vera hér í Tärnaby, góðar aðstæður til æfinga og keppni og annar aðbúnaður allur hinn besti. Krakkarnir eru hæst ánægð með ferðina og það virðist sem allir séu staðráðnir að halda áfram skíðaiðkun og þjálfun á næsta ári!
Það eru nokkrar myndir komnar á myndasíðuna, þar á meðal hópmynd sem tekin var í dag við síðustu æfingu en þá fengum við að vera með nokkrum skíðamönnum héðan að keyra í braut. Að því loknu var farið með rútu í næsta bæ, Hemavan, og þar skíðað í þrjá tíma. Við leggjum síðan af stað til Storuman kl. 03:45 í nótt, þaðan fljúgum við til Stokkhólms kl. 06:50 og heim eftir hádegið. Vonumst til að vera komin í heiðardalinn um tíu- ellefuleytið á þriðjudagskvöld.
Hópurinn á eftir að setja saman frekari ferðasögu sem við fáum vonandi að setja hér inn við tækifæri auk fleiri mynda.
Kv. Bjarni, Einar og Bjarni